top of page

Optimized Jólapepp

Fyrir vinnustaði sem eiga það besta skilið

VINNUANDI SEM GEFUR OG GLEÐUR

Orkumikill og gríðarlega skemmtilegur 1 klst. fyrirlestur um það hvernig við getum skapað sanna jólasetmmingu með því að gefa af okkur á þann hátt að við mætum dýpstu sálrænu þörfum samstarfsfólks okkar. 

 

Hvað vill fólk í raun og veru án þess að það geri sér endilega grein fyrir því? Hversvegna þurfum við að gefa af okkur á ólíkan hátt gagnvart mismunandi fólki ef við viljum virklilega gleðja það?

Það sem við viljum öll í raun og veru eru tilfinningalegar upplifanir. Við viljum faðmlag því þá upplifum við ást og tengningu. Við sækjumst eftir hlutum, vinskap, upplifunum, vinnu, mat og áhugamálum af því þetta veitir okkur einhverja tilfinningu. Allt sem við gerum, gerum við til að upplifa ákveðnar tilfinningar.

 

 Með því að skilja hvaða tilfinningar þetta eru getum við bæði skilið sjálf okkur betur og margfaldað líkurnar á uppbyggilegum samskiptum gagnvart öðrum. 

Hér er tækifæri til að skapa magnaðan jólaanda þar sem kærleikur, orka og gleði fara fram úr okkar björtustu væntingum. 

bottom of page