Optimized námskeið fyrir íþróttafólk!

Optimized Íþróttafólk

Máttur tilfinninganna

Máttur viðhorfa og sannfæringar

Hópíþróttir

Einstaklingsþjálfun

Fyrirlestrar

Öll fammistaða byggir á þremur þáttum: 1) Tæknileg kunnátta/aðferð, 2) Viðhorf/trú, 3) Tilfinningalegt ástand.

Þegar íþróttafólk er í öflugu formi og býr yfir góðri tæknilegri kunnáttu ætti það að vera í stakk búið til að skila hámarks frammistöðu, er það ekki? Raunin er sú að þessir þættir eru ekki nóg þegar um keppnisíþróttir er að ræða. 

En ef við erum hreinskilin þá höfum við flest séð íþróttafólk, jafnvel upplifað sjálf, tímapunkt í keppni þar sem frammistaðn endurspeglaði ekki raunverulega getu. Hvað gerði það að verkum að viðkomandi hafði ekki aðgengi að þeirri færni sem innistæða var fyrir?

Að því gefnu að ekki sé um meiðsli að ræða þá eru svörin að finna í viðhorfunum og tilfinningalegu ástandi. Þetta kann að hljóma eins og einföldun en þegar betur er að gáð gengur þessi kenning fullkomlega upp. 

Stutta útskýringin er þessi: Tilfinningalegt ástand okkar hverju sinni hefur bein áhrif á aðgengi heilans og taugakerfisins að þekkingu, færni, hæfileikum og skapandi hugsun. Í topp ástandi hámarkast aðgengi okkar að þessum innri auðlindum sem gera okkur kleift að fara inn í "flæði" þar sem hámarksframmistaða næst. 

Viðhorf eru einfaldlega sú merking/tilfinning sem við upplifum þegar við beinum athyggli okkar að tilteknu atriði. Þessi viðhorf eru leið heilans til að vega og meta á svipstundu hvað skal gera. Í íþróttum eru fjöldi viðhorfa sem hafa áhrif á hegðun okkar. Í keppni reynir mjög á þessi viðhorf og ef íþróttamanneskjan trúir t.d viðhorfinu "ég get ekki unnið þennan andstæðing" þá eru yfirgnæfandi líkur á að svo verið. 

Námkeiðin Óstöðvandi og TRÚ: Aflið sem flytur fjöll eru hönnuð til að ofur-efla líðan og viðhorf. Þessi námskeið eru í boði í sérstakri útgáfu fyrir íþróttafólk svo það öðlist skilning á virkni þessara þátta og fái í hendur hagnýt verkfæri til að keyra sig upp í TOPP TILFINNINGALEGT ÁSTAND og skipta út hamlandi viðhorfum fyrir viðhorf sem fylla viðkomandi af óhaggandi trú og trausti í eigin garð. 

Hér eru á ferðinni ótrúlega áhrifamikil og skemmtilegileg frammistöðunámskeið fyrir íþróttafélög og íþróttafólk sem gera sér grein fyrir að tæknileg kunnátta er bara hluti af árangrinum.

 

Einnig býðst íþróttafólki að vinna 1 á 1 með Bjarti ef um einstaklingsbundin markmið eða áskoranir er að ræða. Einstaklingsþjálfun íþróttafólks hefur gefiðst betur ótrúlega vel. 

 

Frá því í janúar 2016 hefur Bjartur unnið með íþróttafélögum og mettnaðarfullu keppnisfólki innan ólíkra íþróttagreina við að hámarka frammistöðu og árangur. Á meðal viðskiptavina eru Kristín Sif, núverandi íslandsmeistari í hnefaleikum frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, fyrrum bikarmeistarar í körfuknattleik Tindastóll, Þríþrautarfélag Breiðabliks, núverandi bikarmeistarar í handbolta FH og fleiri. Við leggjum upp úr því að öll námskeiðin skili íþróttafélögum meiri árangri.

Orkueflandi pepp fyrirlestrar í boði fyrir íþróttafélög sem vilja það besta fyrir sitt íþróttafólk þegar það þarf á öllu sínu að halda.

​Ert þú keppnismanneskja sem vilt hámarka afköstin þín í íþróttum. Hámarka frammistöðu, árangur og ánægju? Hafðu þá endilega samband og við finnum hvað hvað við getum gert fyrir þig!