Óstöðvandi-íþróttafólk-2021---Heimasíðub

Þegar íþróttafólk er í öflugu formi og býr yfir góðri tæknilegri kunnáttu ætti það að vera í stakk búið til að skila hámarks frammistöðu, er það ekki? Raunin er sú að þessir tveir þættir eru ekki nóg þegar um keppnisíþróttir er að ræða. 

Við höfum við flest séð hæft, jafnvel framúrskarandi íþróttafólk í keppni eða á æfingu þar sem frammistaðan endurspeglaði ekki raunverulega getu. Hvað gerði það að verkum að viðkomandi hafði ekki aðgengi að þeirri færni sem innistæða var fyrir? Hefur þú mögulega upplifað þetta á eigin skinni?

Eins höfum við kannski orðið vitni að því þegar íþróttakona eða maður kom öllum að óvörum með magnaðri frammistöðu sem engin átti von á. Hvað varð til þess að viðkomandi sýndi allt í einu hvers hún/hann var raunverulega megn? Mögulega er þetta eitthvað sem þú hefur upplifað líka? 

 

Hvers vegna gefast sumir upp þegar á móti blæs meðan aðrir berjast áfram og finna leið til að eflast? Hvers vegna upplifum við dagamun og hvaða þættir hafa raunverulega mest áhrif á frammistöðu okkar? 

Til að svara þessari spurningu skulum við skoða þrjár undirstöður frammistöðu, árangurs og ánægju:

3 undirstöður frammistöðu árangurs og án

Öll frammistaða byggir á getu okkar til að taka ákvarðanir sem þjóna hverju markmi og fylgja þeim eftir með stöðugum athöfnum uns markmiðið næst.  Gæði ákvarðana byggir á þremur þáttum:

  1. Þekking / Aðferði / Tæknileg kunnátta/aðferð

  2. Viðhorf / trú

  3. Tilfinningalegt ástand

Að því gefnu að viðkomandi búi yfir tæknilegri kunnáttu í sinni grein þá liggja ástæður mis góðrar frammistöðu og sveiflukennds árangurs í tilfinningalegu ástandi og viðhorfunum hvers og eins eða liðsins í heild. Þetta kann að hljóma eins og einföldun en þegar betur er að gáð gengur þessi kenning fullkomlega upp. 

Tilfinningalegt ástand okkar hverju sinni hefur bein áhrif á aðgengi heilans og taugakerfisins að innri auðlindum; þekkingu, færni, hæfileikum og skapandi hugsun. Manneskja í topp tilfinningalegu ástandi hámarkar aðgengi sitt að þessum innri auðlindum og dettur inn í "flæði" þar sem líkurnar á hámarks frammistöðu margfaldast. 

Viðhorf. Eitt af grunn hlutverkum heilans er að forða okkur frá öllu sem hann trúir að geti leitt til sársauka (neikvæðra tilfinninga) og ýta okkur í átt að öllu sem hann trúir að muni skapað vellíðan (jákvæðar tilfinningar). Til að gera þetta hratt og örugglega notar heilinn viðhorf.

 

Hvernig virka viðhorf? Heilinn tengir sársauka og vellíðan við mismunandi fyrirbæri, aðstæður og fólk með margvíslegum hætti en um leið og hann trúir að eitthvað valdi sársauka eða vellíðan þá verður til viðhorf.

 

Eftir það notar heilinn viðhorfið til að taka ákvörðun á ljóshraða án aðkomu meðvitaðar hugsunar.

Dæmi: Íþróttamaður er í sínu besta formi og vel undirbúinn en vegna þess að hann hefur hingað til alltaf tapað fyrir andstæðing sínum þá gæti viðhorfið verið "ég veit innst inni að ég mun tapa". Þetta viðhorf hefur áhrif á boðefnakerfið sem reynir að mótivera íþróttamanninn til að forða sér eða frjósa. Allt í einu upplifir íþróttamaðurinn lamandi tilfinningu eða löngun til að komast út úr aðstæðunum. Þessar tilfinningar bókstaflega loka fyrir aðgengi íþróttamannsins að þeirri tækni, útsjónasemi og krafti sem til þarf svo hann eigi möguleika á sigri. 

Eg er hér!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Viðhorf er einfaldlega sú merking sem við leggjum í hlutina. Þessi merking býr til tilfinningu sem við finnum um leið og athygli okkar beinist að hverju sem er t.d  andstæðingi, aðstæðum, meiðslum, gömlum mistökum, þjálfara eða liðsfélögum. Tilfinningin segir svo til um hvað skal gera. 

Áhrif viðhorfa eru gríðarleg 

 

Dæmi um viðhorf er: "ég er..."  "þetta er...."  "að gera x er rétt eða rangt" "strákar í þróttum eru..." "stelpur í íþróttum eru...".   

 

Viðhorf sem þegar er til staðar í taugakerfinu t.d til Íþróttarinnar sem við stundum, virkjast af sjálfu sér um leið og við beinum athygli okkar að henni. Um leið kviknar tilfinning sem segir hvað okkur finnst og hvað skal gera.

 

Ef viðhorfin eru þess eðlist að þau kveikja á óttaviðbragði þá minkar aðgengi heilans að þeim hæfileikum, upplýsingum, útsjónasemi og þrautseigju sem íþróttamanneskjan býr yfir og frammistaða hennar verður minni en raungeta hennar leifir. 

Íþróttir ganga út á það að setja fólk í ögrandi aðstæður þar sem reynir gríðarlega a andlegan styrk. Andlegur styrkur byggir í raun á því tilfinningaástandi og viðhorfakerfi sem viðkomandi býr yfir þá stundina. 

Í keppni reynir mjög á þessi viðhorf og ef íþróttamanneskjan trúir t.d viðhorfinu "ég get ekki unnið þennan andstæðing" þá eru yfirgnæfandi líkur á að svo verið því ómeðvitað minkar heilinn aðgengi að þeim þáttum sem við þurfum á að halda til að bera sigur út bítum.

Námkeiðið Óstöðvandi Íþróttafólk er hannað til að ofur-efla líðan og viðhorf. Þar öðlast íþróttafólk dýpri skilning á virkni heilans og taugakerfisins og fái í hendur gríðarlega öflug og hagnýt verkfæri til að keyra sig upp í TOPP TILFINNINGALEGT ÁSTAND fyrir æfingar og keppni auk þess að læra áhrifaríka aðferð við að skipta út hamlandi viðhorfum fyrir viðhorf sem fylla viðkomandi af óhaggandi trú og trausti í eigin garð. 

Hér er á ferðinni ótrúlega áhrifamikið og skemmtilegilegt frammistöðunámskeið fyrir íþróttafélög, íþróttafólk, þjálfara og aðstandendur sem gera sér grein fyrir að tæknileg kunnátta er bara hluti af árangrinum.

 

Einnig býðst íþróttafólki að vinna með mér 1 á 1 ef um einstaklingsbundin markmið eða áskoranir er að ræða. Einstaklingsþjálfun íþróttafólks hefur gefiðst ótrúlega vel. 

 

Frá því í janúar 2016 hef ég unnið með íþróttafélögum og mettnaðarfullu keppnisfólki innan ólíkra íþróttagreina við að hámarka frammistöðu og árangur. Ég legg mikið úr því að námskeiðið skili þátttakendum strax auknum árangri.

​Ef þú vilt hámarka afköstin þín eða þíns liðs. Ef þú villt hámarka frammistöðu, árangur og ánægju? Hafðu þá endilega samband. Námskeiðið er hægt að fá í nokkrum útgáfum í takt við þann árangur sem þú eða þitt lið er að leita eftir! 

Optimized Performance ehf. ◦ Kt. 700120-0660 ◦ +354 6607724 ◦ Bjartur@optimized.is

Borði-2-fyrir-upplýsingar-um-námskeið.gi