
Námskeiðalisti
Óstöðvandi
Er einstaklega skemmtilegt og öflugt sjálfshámörkunar- og liðsuppbyggingarnámskeið en það er jafnframt það vinsælasta í mínum röðum hingað til enda hefur það verið á boðstólnum síðan í ársbyrjun 2016 þegar ég hóf starfsemi undir formerkjum Optimized Performance.
Það er hannað fyrir alla sem vilja hámarka frammistöðu, árangur og ánægju, vinna bug á stressi, streytu og innra óöryggi. Óstöðvandi er frábær kostur fyrir fyrirtæki sem vilja efla leiðtoga, þjónustu, sölu og vinnuanda því framsetningin er einstaklega aðgengileg og hagnýt.
Námskeiðið fjallar um mátt tilfinningann en þar lærum við að örva taugakerfið þannig að útkoman verði það sem ég kalla Topp Tilfinningalegt Ástand þ.e ástand þar sem við upplifum hámarks orku, trú og traust á okkur sjálf, ástríðu og eldmóð í bland við sterkan náungakærleik.
Þetta ástand hámarkar aðgengi taugakerfisins að þeim hæfileikum, þekkingu og skapandi hugsun sem við búum yfir. Jákvæðu áhrifin eru ótvíræð á öll svið lífsins en helst ber að nefna eflandi áhrif á sjálfstraust, orku, ákvarðanataka verður uppbyggilegri og athafnir sömuleiðis.
Þetta ótrúlega áhrifaríka, fræðandi og skemmtilega námskeið hefur farið sigurför um landið. Það hentar fyrirtækjum, hópum og einstaklingum. Raunverulega hentar það bókstaflega ÖLLUM!
Óstöðvandi er fáanlegt í tveim útgáfum þ.e 3 klst. útgáfu + 5 daga eftirfylgni yfir netið og svo í 1 klst. orkueflandi "SÚPER-PEPP" fyrirlestri sem hefur hentað vel fyrir ráðstefnur og á strarfsdögum.
Hér má finna umsagnir fyrri þátttakenda.
Pantanir hér, í síma 660-7724 eða á bjartur@optimized.is
Trú - Aflið sem flytur fjöll
Innra með mér og þér býr afl sem stjórnar öllum okkar ákvörðunum. Það hefur áhrif á hvað við hugsum um og hvernig við hugsum. Þetta afl er stærsti áhrifaþátturinn þegar kemur að líðan okkar og andlegum styrk. Þetta er aflið sem gerir ólíklegustu einstaklingum kleift að yfirstíga erfiðar aðstæður, ná ótrúlegum árangri og jafnvel líða vel á vegferðinni. Þetta afl er líka ástæða þess að fólk getur klúðrað lífinu þrátt fyrir að hafa fæðst inn í frábærar aðstæður þar sem nær allar auðlindir eru í ótakmörkuðu magni. Hvað er þetta afl sem ég geri svo hátt undir höfði?
Aflið er lítið þriggja stafa orð: TRÚ.
Hvað er er trú? Trú er sannfærings-tilfinning um hvað hlutir þýða, hvað muni valda okkur sársauka eða vellíðan. Trú er leið heilans til að vega og meta á svipstundu hvað sé rétt og hvað sé rangt, hvernig eigi að gera hlutina og hvernig eigi ekki að gera þá, hvað við getum og hvað ekki, hvað við megum og hvað ekki, hvað er viðeigandi og hvað ekki. Þegar kemur að frammistöðu okkar, árangri og ánægju þá er trú einn stærsti áhrifaþátturinn vegna þess að hún hefur bein áhrif á ákvarðanatöku okkar. Á fyrirlestrinum munum við fara í saumana á því hvað trú er, hversvegna hún er óaðskiljanlegur hluti af lífi okkar allra. Hver er áhrifamáttur hennar og hvernig getum við losað okkur við trú sem þjónar okkur ekki og skipt henni út fyrir trú sem blæs byr í segl okkar í átt að velgengni, árangri og ánægju.
Hér má sjá lengra brot úr fyrirlestrinum frá því í Janúar 2019
Námskeiðið er ofsalega kröftugt og skemmtilegt á samatíma og þátttakendur fá í hendur hagnýt tæki og tól til að vinna með eigin viðhorf/trú. Tímalengd er 3 klst. með stuttri pásu um miðbik. Að loknu námskeiði tekur við 5 daga áskorun þar sem hópurinn vinnur í sameinginu með þær aðferðir og hugmyndafræði sem farið var yfiir á námskeiðinu.
Pantanir hér, í síma 660-7724 eða á bjartur@optimized.is