UM BJART GUÐMUNDSSON OG
OPTIMIZED PERFORMANCE

Síðan 2016 hef ég haldið yfir 300 námskeið og fyrirlestra við frábærar undirtektir. Þá hafa fleiri hundruð ánægðir einstaklingar sótt hin ýmsu námskeið hjá mér enda skila Optimized aðferðirnar raunverulegum árangri.

Ég heiti Bjartur Guðmundsson og er menntaður leikari frá Listaháskóla Íslands. Ég hef ströglað við lífið eins og allir sem ég hef kynnst en það ströggl varð til þess að ég stofnaði Optimized Performance 2016 en þá hafði áhugi  minn á mannrækt og árangursfræðum staðið yfir í 6 ár. Hugmyndin með Optimized var að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að hámarka frammistöðu, velgengni og vellíðan með því að virkja enn betur það sem ég trúi að sé sterkasta afl manneskjunnar, tilfinningarnar. 

 

Leiðin sem varð fyrir valinu var bjóða upp hin ýmsu námskeið í tilfinningastjórnun (e. State management) sem byggir meðal annars á  jákvæðri sálfræði, taugasálfræði, atferlisfræði, Íþróttasálfræði, NLP og leiklist.

Í dag hef ég  unnið með fjölda fólks sem spannar frá grunnskólanemum til stjórnenda stórra fyrirtækja við frábærar undirtektir. Ég hef fengið að hjálpa fólki að vinna bug á sálrænum áskorunum eins og fóbíum, þunglyndi, sjálfsvígshugsunum, erfiðum áföllum, og lágu sjálfsmati. Á hinn pólinn hef ég fengið að hjálpa fólki við að taka velgengni og vellíðan upp á hærra plan með því að byggja upp enn öflugri viðhorf og bæta daglega líðan. 

Ástæðan fyrir að ég hef verið þeirrar blessunar aðnjótandi að hjálpa öðrum er ekki sú að ég sé með öll svörin eða lifi fullkomnu lífi. Þvert á móti eru það mínir eigin brestir og erfiðleikar sem hafa knúið mig til að leita leiða sem virka og ástríða mín fyrir að deila, kenna og þjálfa á auðmjúkan og manneskjulegan hátt með húmor að leiðarljósi. Það sagði enginn að lífið yrði auðvelt en við getum gert það skemmtilegt um leið og við leitumst við að verða allt sem við getum orðið. 

 

Hugsjón Optimized Performance er að gera heiminn ögn betri með því að vera byr í segl þeirra sem sækjast eftir bættri líðan og leiðum til að yfirstíga hindranir á vegferð sinni hver sem hún kann að vera. 

Ég er þakklátur fyrir alla sem hafa hjálpað mér á minni vegferð og tekið þátt á einn eða annan hátt í uppbyggingu Optimized Performance. Þið vitið hver þið eruð. Ég er líka ofboðslega þakklátur fyrir alla þá vönduðu og hugrökku einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með. Það hefur verið magnað að kynnast því frábæra fólki sem hefur komið á námskeið til mín eða í einkatíma. Ég trúi því að það sé alltaf til leið ef við erum ákveðin í að finna hana og oftar en ekki er það þetta viðhorf sem einkennir þá sem leita leiða eins og þeirrar sem ég býð uppá. Takk fyrir að velja Optimized Performance og trúa á óvenjulega nálgun í átt að betra lífi. 

Optimized Performance ehf. ◦ Kt. 700120-0660 ◦ +354 6607724 ◦ Bjartur@optimized.is